Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. september 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aguero skorar þrennu aðra helgina í röð samkvæmt spá Hauks Páls.
Aguero skorar þrennu aðra helgina í röð samkvæmt spá Hauks Páls.
Mynd: Getty Images
Jón Ragnar Jónsson var með einn réttan þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, spáir í leikina að þessu sinni.



West Ham 1 - 3 Tottenham (11:30 á morgun)
West Ham kemst yfir með skallamarki frá Carroll en Harry Kane hendir í þrennu og klárar þennan leik.

Burnley 1 - 2 Huddersfield (14:00 á morgun)
Heiðarlegi breski fótboltinn tapar þessum leik 1-2 á móti nútíma pressufótbolta Wagner.

Everton 2 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Allir eru að bíða eftir því að Everton byrji þetta tímabil og þeir gera það í þessum leik með sanfærandi 2-0 sigri.

Manchester City 5 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
5-0 heimasigur þar sem Aguero hendir aftur í þrennu og leggur upp eitt.

Southampton 2 - 2 Manchester United (14:00 á morgun)
Shane Long kemur Southampton yfir í þessum leik en United skorar tvö mörk. Það fyrra kemur á 85. mín og seinna kemur á 93 mín.

Stoke City 0 - 2 Chelsea (14:00 á morgun)
Erfiður leikur á köldum eftirmiðdegi í Stoke fyrir Chelsea, en þeir vinna samt.

Swansea 0 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Verður ekki ein spá að vera steindautt 0-0 jafntefli?

Leicester 2 - 3 Liverpool (16:30 á morgun)
Ætli Liverpool muni ekki eiga 30 marktilraunir í þessum leik en að þessu sinni skora þeir þrjú mörk en fá á sig tvö og vinna 3-2.

Brighton 3 - 3 Newcastle (15:00 á sunnudag)
Jafntefli í bráðskemmtilegum leik.

Arsenal 2 - 1 WBA (19:00 á mánudag)
Þennan leik vinnur Arsenal 2-1 þar sem Oliver Giroud hendir í sigurmarkið seint í leiknum.

Fyrri spámenn:
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner