Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. september 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Lima gæti farið frítt til Man Utd
Powerade
Lucas Lima er orðaður við Manchester United.
Lucas Lima er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag enda er félagaskiptaglugginn lokaður.



Manchester City óttast að PSG sé núna í bílstjórasætinu í baráttunni um Alexis Sanchez (28) framherja Arsenal. Alexis verður samningslaus næsta sumar en hann vill fá 400 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Liverpool er að undirbúa tilboð í Dayot Upamecano (18) varnarmann Leipzig. (Bild)

Manchester United er að íhuga að fá Lucas Lima (27) miðjumann Santos en hann verður samningslaus í byrjun næsta árs. (Talksport)

Forráðamenn Juventus segjast ekki geta stöðvað Paulo Dybala (23) ef hann vill fara til Barcelona. (Sun)

Manchester United nær ekki að krækja í Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid þar sem Frakkinn ætlar að vera áfram hjá spænska félaginu. (Mirror)

Arsenal hefur spurst fyrir um Christopher Rocchia (19) varnarmann Marseille. (Metro)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa lengur áhuga á Jonny Evans (29) varnarmanni WBA. Evans var á óskalista Arsenal í sumar. (Daily star)
Athugasemdir
banner
banner