Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 22. september 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matip efast ekki um leikaðferðir Klopp
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Joel Matip, sem leikur með Liverpool, segist ekki efast um þær leikaðferðir sem knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp notast við, þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Liverpool er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en síðasti sigurleikur liðsins kom fyrir tæpum mánuði gegn Arsenal.

Jurgen Klopp hefur fengið sinn skammt af gagnrýni, en Matip stendur með sínum manni.

„Allt hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar, en ég hef engar efasemdir um það hvernig við spilum," sagði Matip við NBC.

„Þetta er ekki alltaf auðvelt en svona spilum við. Mér finnst við spila flottan fótbolta."

„Við höfum átt okkar góðu augnablik og ekki svo góð augnablik. Við verðum að halda áfram. Ég efast ekki um gæðin sem eru í liðinu," sagði Matip í lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner