Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. september 2017 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Staðgengill Neuer gerði skelfileg mistök
Sven Ulreich.
Sven Ulreich.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer, markvörður og fyrirliði Bayern Munchen, verður frá keppni þar til í janúar eftir að hann fótbrotnaði á æfingu.

Þetta er mikið áfall fyrir Bayern, en það sýndi sig þegar liðið mætti Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sven Ulreich fyllir í skarð Neuer. Hann gerði skelfileg mistök í kvöld.

Bayern leiddi 2-0 eftir mörk frá Robert Lewandowski og Arjen Robben. Staða Bayern var þægileg fram á 56. mínútu, en þá skoraði Maximilan Arnold beint úr aukaspyrnu.

Það er þó ekki annað hægt en að skrá markið á Ulreich. Hann reyndi að kýla boltann í burtu með þeim afleiðingum að hann sló boltann í markið. Smelltu hér til að sjá markið

Ulreich tók markið alfarið á sig.

„Ég er búinn að biðja liðið afsökunar. Markið var algjörlega mér að kenna," sagði hinn 29 ára gamli Ulreich.
Athugasemdir
banner
banner
banner