Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. september 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Pochettino bauð liðinu út að borða - Kostaði yfir 700 þúsund
Pochettino elskar góða steik.
Pochettino elskar góða steik.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, bauð á dögunum öllum leikmönnum liðsins og þjálfaraliðinu út að borða. Pochettino borgaði 5000 pund (726 þúsund krónur) fyrir reikninginn eftir máltíðina.

„Ég bauð þeim svo auðvitað borgaði ég reikninginn í lokin. Þegar ég borga þá borga ég vel. Góður veitingastaður, góður matur og gott vín," sagði Pochettino.

„Við fengum steik frá Spáni og Ástralíu en argentínskt vín, það er best."

„Að fara út að borða skapar tengsl og tilfinningar á milli leikmanna. Þegar þú ert að berjast í keppni þá þarf að vera vilji til að hjálpa liðsfélögum þínum ennþá meira og vilja gera ennþá meira fyrir liðsfélagana."

„Við reynum alltaf að finna tíma til að eyða saman fyrir utan æfingasvæðið því það er allt öðruvísi. Það er erfitt hér á Englandi. að finna dag eða kvöld þar sem við getum verið saman."

„Við erum með svo stífa dagskrá. Við spilum á 2-3 daga fresti og svo eru leikmenn farnir í landsliðsverkefni,"
sagði Pochettino.

Tottenham er með átta stig eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir West Ham í Lundúnarslag í hádeginu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner