Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. september 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Srna vonast til þess að nafn sitt verði hreinsað
Srna á að hafa fallið á lyfjaprófi.
Srna á að hafa fallið á lyfjaprófi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski bakvörðurinn Darijo Srna ætlar ekki að spila fótbolta aftur fyrr en nafn hans verður hreinsað.

Hinn 35 ára gamli Srna, sem leikur með Shak­ht­ar Do­netsk í Úkraínu, á að hafa fallið á lyfjaprófi í mars á þessu ári.

Srna segist ekki vita til þess að hann hafi á einhverjum tímapunkti tekið ólöglegt efni, en hann ætlar að sýna fulla samvinnu með þeim sem rannsaka málið. Þessi króatíski landsliðsmaður ætlar ekki að spila fótbolta á meðan málið er til rannsóknar, en þetta staðfesti hann í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Shakhtar fyrr í dag.

„Til þess að einbeita mér að málinu og trufla ekki liðsfélaga mína, hef ég ákveðið að spila ekki fótbolta á meðan málið er til skoðunar og það hefur verið leyst. Ég mun einbeita mér að því að fullu að hreinsa nafn mitt og laga orðspor mitt," sagði Srna.
Athugasemdir
banner
banner
banner