Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. október 2014 14:35
Magnús Már Einarsson
Álasund leggur fram tilboð í Daníel Leó
Daníel Leó í leik með Grindavík.
Daníel Leó í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarliðið Álasund hefur lagt fram tilboð í Daníel Leó Grétarsson leikmann Grindvíkinga. Þetta staðfesti Eiríkur Leifsson í stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Eiríks kom tilboðið fyrr í þessari viku en Grindvíkingar eru nú að velta því fyrir sér.

Útsendarar frá Álasund sáu Daníel spila með Grindvíkingum í sumar og ákváðu í kjölfarið að bjóða honum að koma til æfinga en hann æfði með liðinu á dögunum.

Hinn 18 ára gamli Daníel Leó hefur þrátt fyrir ungan aldur verið fastamaður í liði Grindvíkinga undanfarin tvö tímabil en hann getur spilað bæði á vörninni sem og á miðjunni.

Þá á Daníel Leó tíu leiki að baki með U19 ára landsliði Íslands.

Álasund er í 11. sæti í norsku úrvalsdeildinni og ekki í fallhættu þegar þrjár umferðir eru eftir. Á dögunum kom Aron Elís Þrándarson til félagsins frá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner