mið 22. október 2014 16:15
Magnús Már Einarsson
Ánægja með Baldur hjá SönderjyskE
Baldur er fyrirliði KR.
Baldur er fyrirliði KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, hefur æft með danska félaginu SönderjyskE að undanförnu en hann skoraði einnig í leik með varaliði félagsins í fyrradag. Baldur þykir hafa staðið sig vel og SönderjyskE gæti reynt að fá hann í sínar raðir.

Hans Jørgen Haysen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE, segir að félagið hafi fylgst með Baldri undanfarna mánuði.

,,Við sáum hann í lok tímabilsins á Íslandi og hann er með kosti sem við kunnum að meta. Þess fyrir utan getur hann spilað í nokkrum stöðum og það gæti verið sterkt ef við lendum í meiðslum í vetur auk þess sem Hallgrímur (Jónasson) er á leið til OB," sagði Hans en Hallgrímur gengur í raðir OB um áramótin.

,,Eins og við vonuðumst eftir þá hefur hann staðið sig vel á þeim tíma sem hann hefur verið hér."

,,Við skoðum þetta næstu dagana en hann hefur staðið sig vel hingað til. Við fáum ekki menn á reynslu bara til gamans. Ef þeir standa sig eins vel og við vonumst eftir og við getum komist að samkomulagi um samning þá getur vel verið að við gerum eitthvað,"
sagði Hansen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner