Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. október 2014 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Byrjuðum að spila vel eftir 20 mínútur
Ancelotti stýrði Real Madrid til sigurs í Meistaradeildinni og vann einnig Ofurbikar Evrópu.
Ancelotti stýrði Real Madrid til sigurs í Meistaradeildinni og vann einnig Ofurbikar Evrópu.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir frammistöðu liðsins gegn Liverpool fyrr í kvöld vera þá bestu á árinu.

Real vann leikinn 3-0 þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta markið á 23. mínútu og Karim Benzema það síðasta rétt rúmu korteri síðar.

,,Ég held þetta hafi verið besta frammistaða tímabilsins, sérstaklega vegna gæði andstæðinganna," sagði Ancelotti.

,,Ég þarf ekki að segja neitt við leikmennina því þeir spiluðu mjög vel og voru fullir sjálfstrausts.

,,Við spiluðum mjög vel varnarlega, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar þegar Liverpool pressaði. Eftir þessar 20 mínútur byrjuðum við að spila góðan fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner