Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. október 2014 10:12
Magnús Már Einarsson
Atli Viðar: Alvarlega að íhuga að yfirgefa FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Framherjinn reyndi Atli Viðar Björnsson gæti verið á förum frá FH eftir að hafa verið á mála hjá félaginu síðan árið 2001.

Hinn 34 ára gamli Atli Viðar skoraði átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa áður skorað tíu mörk eða meira á hverju einasta tímabili síðan árið 2007.

,,Ég er að verða samningslaus um áramótin og ég veit ekki hvað tekur við þá. Eina sem ég get sagt núna er að ég er ekki á því að hætta í fótbolta alveg strax," sagði Atli Viðar við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er alvarlega að íhuga það hvort nú sé rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa FH. Það að spila fótbolta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og því ætla ég að gefa mér góðan tíma til að hugsa mig um en þetta kemur líklega allt í ljós á næstu vikum."

Atli Viðar var í láni hjá Fjölni árið 2007 en hefur annars leikið með FH frá árinu 2001. Hann er markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi með 98 mörk en samtals hefur Atli skorað 145 mörk í 298 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner