Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. október 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Er Messi kominn yfir sitt besta?
El Clasico á laugardaginn
Lionel Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri á síðasta tímabili og þau meiðsli hafa haft sín áhrif.
Lionel Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri á síðasta tímabili og þau meiðsli hafa haft sín áhrif.
Mynd: Getty Images
Messi með argentínska landsliðinu.
Messi með argentínska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Er Lionel Messi enn leikmaður sem getur skilað 50 mörkum á tímabili? Getur hann náð sömu hæðum og hann náði 2012? FourFourTwo fékk fjóra blaðamenn sem þekkja leikmanninn vel til að þeirri spurningu hvort Messi væri kominn yfir sitt besta.

JÁ - Hernan Claus, sérfræðingur Ole um argentínska landsliðið:
Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin líða hjá okkur öllum og við munum ekki sjá Messi aftur á þessum ótrúlega hraða sem hann náði. Ég vona að hann geti enduraðlagað leik sinn og orðið að meiri leikstjórnanda því hann hefur ekki sama kraft í að skilja andstæðinga sína aftur.

Meiðslin sem hann hefur verið að glíma við er ekki ástæðan heldur aldurinn, hann er ekki lengur tvítugur. Hann hefur spilað hundruðir leikja á ferlinum og alla á gríðarlegum hraða. Það er tími fyrir hann að aðlaga sinn leik og ég tel að hann sé byrjaður að gera það. Dæmi er stoðsendingin sem hann átti á Angel Di Maria gegn Sviss á HM. Áður fyrr hefði hann klárað það einn. Ef hann aðlagar leik sinn rétt getur hann verið sá besti í heimi áfram.

JÁ - Federico Bassahun, ritstjóri Don Julio tímaritsins
Við eigum til að gleyma því að Messi er aðeins mannvera en við krefjumst þess að hann geri það ógerlega. Hann hefur náð að gera það hinga til. Þar með er honum bannað að mistakast og hann má ekki eiga einn slakan leik án þess að talað sé um krísu. Við skulum njóta þess að hann sé enn að spila, jafnvel þó hann sé mannlegur og skori 25 mörk á tímabili.

NEI - Sebastian Fest. höfundur El misterio Messi
Messi var skrefinu frá því að vinna HM sem hefði verið hans stærsta afrek. Hann er farinn að hefja tímabil sem verður upphafið að lokakafla feril hans. Það eru ýmsar spurningar í gangi varðandi hann en ef hann nær að komast í sama stand og hann var í fyrir meiðslin munu öll spurningamerki vera strokuð út.

JÁ - Fernando Polo, blaðamaður El Mundo Deportivo
Ef við erum að tala um Messi 2012 þá er hann að baki. Við munum ekki sjá hann aftur þannig. Þá náði hann fullkomnun. Zidane, Cruyff og Maradona voru ekki alltaf bestir en Messi hefur alltaf verið sá besti á vellinum. Hann er ekki á hátindinum núna og þá ættum við að hugleiða hvers við krefjumst frá hinum. Hann hefur verið í samkeppni við Cristiano Ronaldo lengi og það hefur sín áhrif á hann líkamlega og andlega. Hann er kominn á það stig að hann getur ekki lengur spilað alla leiki. Hann verður að átta sig á því að ef hann nær að vera 70% af gamla Messi þá er hann samt ótrúlegur leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner