Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. október 2014 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Ferguson: Ekki mín ákvörðun að ráða Moyes
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, segir það ekki vera satt að hann hafi sjálfur ráðið því að David Moyes yrði arftaki sinn á Old Trafford.

Moyes tók við liði United af Ferguson sumarið 2013 og vildu margir meina að Ferguson sjálfur hefði ákveðið hver arftaki sinn yrði. Í nýrri útgáfu ævisögu sinnar harðneitar hann því.

,,Það virðist vera hugarfarið þarna úti að það hafi ekkert ferli verið á bakvið ráðninguna. Það er kjaftæði," skrifar Ferguson.

,,Okkur finnst við hafa gert þetta allt rétt; hljóðlega, vandlega og fagmannlega."

Ferguson viðurkennir að pressan hafi strax byrjað að vera afar þung á Moyes, en United byrjaði tímabilið erfiðlega.

,,Eftir því sem úrslitin fóru versnandi, þá var hvert tap sem hamarshögg fyrir hann," skrifaði Ferguson.

,,Ég sá það á líkamstjáningu hans. Í janúar fengum við Juan Mata og það lyfti öllum upp, en ég sá að veggirnir þrengdust að honum og David fékk minna og minna pláss til að anda. Ég þekki þessa tilfinningu frá árinu 1989 þar sem við fórum í gegnum skelfilega tíma."

,,Manni finnst eins og verið sé að kremja mann. Þessi úrslit nöguðu David. Það gat enginn þrætt fyrir það hversu svekkjandi tímabilið var."


Athugasemdir
banner
banner