Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. október 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Garðar blæs á sögur um að hann gæti hætt
Garðar Jóhannsson fagnar Íslandsmeistaratitilnum.
Garðar Jóhannsson fagnar Íslandsmeistaratitilnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson blæs á sögusagnir þess efnis að hann íhugi að leggja skóna á hilluna en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna.

„Ég er ekki hættur, ég gæti ekki ímyndað mér að hætta svona. Ég spilaði einhverja níu leiki og var meiddur í allt sumar, það er ekki séns að ég hætti á þessum nótum,“ sagði Garðar við 433.is.

Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sumar en Garðar tók á móti bikarnum á hækjum eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Hann segir að það ætti að vera fjórir til fimm mánuðir þar til hann geti byrjað á ný og vonast til að vera farinn að æfa í janúar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner