Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. október 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði aðeins í þrettánda sæti yfir Íslendinga í Noregi
Viðar Örn númer tvö á heildarlistanum
Jón Daði finnur sig betur með landsliðinu en Viking.
Jón Daði finnur sig betur með landsliðinu en Viking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson hefur verið magnaður.
Viðar Örn Kjartansson hefur verið magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson hefur heillað íslenska fótboltaáhugamenn með frammistöðu sinni með íslenska landsliðinu í upphafi undankeppni EM.

Þrátt fyrir að allt hafi verið í blóma þegar Jón Daði hefur klætt sig í íslenska landsliðsbúninginn er hann aðeins í 142. sæti í heildarlistanum yfir meðaleinkunnir Verdens Gan í norsku úrvalsdeildinni og er neðstur af Íslendingunum fimm í Viking Stafangri.

Jón Daði er í þrettánda sæti af Íslendingunum sextán i deildinni.

Verdens Gang tók þetta til umfjöllunar í vikunni og velti því fyrir sér hvort Viking þyrfti að taka leikaðferð íslenska landsliðsins til fyrirmyndar til að fá meira út úr Jóni Daða. Kjell Jonevret, þjálfari Viking, bendir á að Jón Daði sé með meiri gæði í kringum sig í íslenska landsliðinu en í Viking og það hafi mikið að segja.

Viðar Örn Kjartansson er efstur Íslendinga í einkunnagjöf Verdens Gang en á heildarlistanum er hann í öðru sæti. Björn Bergmann Sigurðarson er í öðru sæti af Íslendingum en kemst ekki á heildarlistann þar sem hann hefur ekki leikið nægilega marga leiki.

Hannes Þór Halldórsson er meðal efstu markvarða en hann er í 21. sæti á heildarlistanum en ljóst er að Sandnes Ulf getur fyrst og fremst þakkað honum ef liðið nær að halda sæti sínu í deildinni.

Hæsta meðaleinkunn í deildinni (leikir):
1. Jone Samuelsen, Odd 6,04 (26)
2. Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga 5,69 (26)
3. Steffen Hagen, Odd 5,59 (27)
4. Mohamed Elyounoussi, Molde 5,54 (26)

Hæstu meðaleinkunnir Íslendinga:
1. Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga 5,69 (2 í heildina)
2. Björn Bergmann Sigurðarson, Molde 5,44
3. Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf 5,26 (21 í heildina)
4. Indriði Sigurðsson, Viking 5,09 (38 í heildina)
5. Sverrir Ingi Ingason, Viking 4,85 (75 í heildina)
6. Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg 4,84 (77 í heildina)
7. Björn Daníel Sverrisson, Viking 4,60 (105 í heildina)
8. Pálmi Rafn Pálmason, Lillestrøm 4,59 (106 í heildina)
9. Matthías Vilhjálmsson, Start 4,55 (119 í heildina)
10. Guðmundur Kristjánsson, Start 4,45 (130 í heildina)
11. Hjörtur Logi Valgarðsson, Sogndal 4,43 (135 í heildina)
12. Steinþór Freyr Þorsteinsson, Viking 4,35 (141 í heildina)
13. Jón Daði Böðvarsson, Viking 4,33 (142 í heildina)
14. Eiður Aron Sigurbjörnsson, Sandnes Ulf 4,20
15. Hannes Sigurdsson, Sandnes Ulf 4,13
16. Birkir Már Sævarsson, Brann 4,08
(Þeir sem ekki hafa spilað 60% af leikjunum hið minnsta komast ekki á heildarlistann)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner