Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 22. október 2014 08:30
Þórir Karlsson
Nigel Quashie: Veit ekki hvort ég spili áfram
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nigel Quashie var í gærkvöldi ráðinn aðstoðarþjálfari BÍ/Bolungarvíkur, en hann hefur spilað með félaginu undanfarin tvö ár.

Quashie, sem á að baki fleiri en 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni, verður nýja þjálfaranum Jóni Hálfdáni Péturssyni innan handar.

,,Ég er í skýjunum með þetta. Ég hef virkilega notið mín hérna og augljóslega vildi félagið ákveða hvernig það vildi fara fram veginn. Þeir ákváðu Nonna til að taka félagið áfram og hann bað mig um að vera hluti af því sem félagið vill gera, og ég er ánægður með það," sagði Quashie við Fótbolta.net.

,,Ég og Nonni (Jón Hálfdán) höfum átt frábært samband frá degi eitt. Við höfum unnið mikið saman til að ganga úr skugga um að unglingastarfið sé vel uppbyggt, og það hefur gengið frábærlega. Og nú er það næsta skref, að reyna að taka aðalliðið á nýtt stig."

Quashie veit ekki hvort hann muni sjálfur halda áfram að spila líkt og hann hefur gert undanfarin tímabil.

,,Ég veit það ekki. Við erum með frábæra unga leikmenn hjá félaginu og þeir hafa tekið miklum framförum á þeim tíma sem ég hef verið hérna. Ég verð bara að skoða þetta og ég mun ræða við formanninn og þjálfarann. Það mikilvægasta er félagið og hvernig það fer fram á við, hvort sem ég spila eða ekki," sagði Quashie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner