Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. október 2014 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Erum í góðri stöðu
Mynd: Getty Images
Arsenal lenti marki undir gegn Anderlecht og virtist vera að tapa óvænt í Belgíu allt þar til Kieran Gibbs skoraði jöfnunarmark á lokamínútum leiksins.

Varamaðurinn Lukas Podolski skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var Arsene Wenger ánægður með sigur á afmælisdaginn sinn.

,,Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik án þess að skapa færi svo við byrjuðum að sækja á fleiri mönnum í síðari hálfleik, okkur var refsað fyrir það," sagði Wenger.

,,Það var vendipunktur leiksins í síðari hálfleik þegar þeir komust í 1-0 en tókst ekki að bæta við öðru marki til að gera út um leikinn.

,,Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og núna erum við í góðri stöðu í riðlinum. Við þurfum sigra í heimaleikjunum til að tryggja okkur áfram."

Athugasemdir
banner
banner