Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. október 2016 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð ekki búinn að jafna sig í náranum - Ekki með í dag
Alfreð er enn að glíma við meiðsli
Alfreð er enn að glíma við meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaður­inn Al­freð Finn­boga­son hef­ur ekki náð að hrista af sér nára­meiðslin sem hafa verið að hrjá hann og er því ekki með Augs­burg sem sæk­ir Frei­burg heim í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð meiddist í landsleik gegn Tyrkjum fyrr í mánuðinum, en hann hefur ekki náð að hrista þau meiðsli af sér.

„Ég varð fyr­ir meiðslum í nár­an­um í leikn­um á móti Tyrkj­un­um, en nár­inn er bú­inn að angra mig í nokkr­ar vik­ur svo ég verð að hvíla eitt­hvað," sagði Alfreð um síðustu helgi, en þá sagði hann að stefnan væri að spila um þessa helgi.

Hann æfði aðeins í vik­unni með Augs­burg en er ekki al­veg orðinn nógu góður til að spila.

Al­freð hef­ur verið á skot­skón­um með ís­lenska landsliðinu í undan­keppni HM, en hann hef­ur skorað eitt mark í öll­um þrem­ur leikj­un­um og er í hópi marka­hæstu leik­manna í undan­keppn­inni.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan markalaus hjá Freiburg og Augsburg, en síðarnefnda liðið hefur verið í smá vandræðum með markaskorun í fjarveru Alfreðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner