Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. október 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ástæðan fyrir því af hverju Guardiola ræðir ekki við leikmenn
Guardiola á æfingasvæðinu hjá Bayern á sínum tíma
Guardiola á æfingasvæðinu hjá Bayern á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Mehdi Benatia, varnarmaður sem spilaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Bayern München, segir að neikvæð reynsla spænska knattspyrnustjórans hjá Barcelona hafi hindrað hann í því að hafa samskipti við leikmenn sína.

Benatia er í augnablikinu á láni hjá Juventus eftir tvö árangursrík tímabil hjá Bayern undir stjórn Guardiola. Þrátt fyrir að árangurinn hafi verið góður þá segir Benatia að Guardiola hafi verið fjarlægur við leikmenn sína þegar hann miðar við núverandi stjóra sinn hjá Juventus, Massimiliano Allegri.

„Þegar kemur að skapbrigðum þá eru þeir öðruvísi; Allegri er nánari leikmönnum sínum, Guardiola hefur engin samskipti við þá," sagði Benatia þegar hann var spurður út í muninn á stjórunum tveimur.

„Hann útskýrði það einu sinni fyrir mér: hann var vonsvikinn með sambönd sín við suma af leikmönnum Barcelona, þannig að hann sagði við mig, "ég sinni bara starfi mínu - þjálfarastarfinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner