Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. október 2016 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Manchester City sárvantar leikmann eins og Carrick"
Michael Carrick hefur verið hjá Manchester United í tíu ár
Michael Carrick hefur verið hjá Manchester United í tíu ár
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham og Aston Villa, segir að Manchester City gæti mögulega reynt að næla í miðjumanninn reynda Michael Carrick frá nágrönnunum í United þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Carrick er einn af reynslumestu leikmönnum United, en hann hefur verið á mála hjá liðinu í tíu ár. Hann hefur hins vegar ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili, en stjórinn Jose Mourinho er meira að nota Paul Pogba, Marouane Fellaini og Ander Herrera á miðjusvæðinu.

Sherwood var sérfræðingur hjá ITV eftir sigur Manchester United gegn Fenerbache í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið, en Carrick átti gríðarlega flottan leik. Hann segir að City vanti leikmann eins og Carrick í sitt lið.

„Manchester City sárvantar leikmann eins og Michael Carrick. Þeir eru með Fernando og Fernandinho sem eru góðir í því sem þeir gera, en þeir geta ekki gert það sem hann gerir," sagði Sherwood.

„Þegar Guardiola var hjá Barcelona þá var hann með (Sergio) Busquets og hjá Bayern var hann með Xabi Alonso. Michael Carrick er eftirlíking af þessum tveimur leikmönnum og ef Man Utd vill ekki spila honum þá mun Man City kaupa hann í janúar."
Athugasemdir
banner
banner