Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. október 2016 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drogba sektaður fyrir að neita að spila
Didier Drogba
Didier Drogba
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Didier Drogba hefur verið sektaður fyrir það að neita að spila með Montreal Impact í MLS-deildinni bandarísku um síðustu helgi.

Drogba er leikmaður Montreal, en hann fékk að vita það fyrir leik gegn Toronto að hann ætti að byrja á bekknum. Þá hafnaði hann því að vera í hópnum í leiknum.

„Hann sætti sig ekki við það að vera varamaður og á endanum vildi hann ekki vera í 18 manna hópnum," sagði Mauro Biello, þjálfari Montreal, þegar hann var spurður út í málið fyrr í vikunni.

Nú hefur aganefnd deildarinnar í Bandaríkjunum ákveðið að sekta Droga um óuppgefna upphæð fyrir vanrækslu sína við að mæta og spila fyrir sitt lið.

Drogba, sem er 38 ára, fór frá Chelsea til Montreal 2015 en hann hefur verið notaður sem varamaður í tveimur af fjórum síðustu leikjum.

Hann hefur skorað 10 mörk í 21 leik á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner