Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. október 2016 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Vals tryggði sigur Dana gegn Íslandi
Íslandi tókst ekki að vinna nágrannana frá Danmörku
Íslandi tókst ekki að vinna nágrannana frá Danmörku
Mynd: Facebook - KSÍ
Ísland 0 - 1 Danmörk
0-1 Johanna Rasmussen ('39 )

Nú var að ljúka leik Íslands og Danmerkur í fjögurra þjóða æfingamóti sem fram fer í Chongqing-héraði í Kína. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, ákvað að breyta aftur í 4-3-3 eftir að hafa byrjað með liðið í 3-5-2 leikkerfi gegn Kína í fyrsta leik.

Íslenska liðið þurfti að gera sér að góðu tap í dag, en það var Johanna Rasmus­sen, fyrr­um leikmaður Vals, sem skoraði eina mark Dan­merk­ur í leikn­um. Eftir fallegt samspil milli Line Røddik og Katrine Veje fékk Rasmussen góða sendingu og hún kláraði færið vel.

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Kína í fyrstu umferð mótins, en Fanndís Friðrikdsóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í þeim leik.

Ísland á einn leik eftir á þessu æfingamóti, en hann er gegn Úsbekistan klukkan 08:00 á mánudaginn, um að gera að vakna snemma þar.

Smelltu hér til þess að sjá leiki Íslands á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner