Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 22. október 2016 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koscielny verður þakklátur Wenger út ferilinn
Koscielny er lykilmaður hjá Arsenal
Koscielny er lykilmaður hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Hinn franski Laurent Koscielny er stjóra sín­um hjá Arsenal, honum Arsene Wenger, gríðarlega þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fundið sig, þá frek­ar óþekkt­an leik­mann, sem hafði ein­ung­is eitt ár á bak­inu í efstu deild Frakk­lands.

Arsene Wenger, sem stýrt hef­ur Arsenal í 20 ár, nefndi það á dög­un­um að hann væri ef eitthvað er stolt­ari af því en af mörg­um bik­ur­um sem hann hef­ur unnið, að hafa fundið og hjálpað hæfi­leika­rík­um leik­mönn­um að bæta sig. Þar nefndi hann til að mynda Koscielny.

„Ég er í franska landsliðinu og í Arsenal út af stjór­an­um. Það var hann sem kom mér hingað. Það var hann sem þorði að kaupa mig frá Lorient þegar ég var ekki þekktur. Hann tók á sig högg til að koma mér til Arsenal. Hann tók áhættu að fá mig hingað," sagði Koscielny við L’Equipe.

„Ég verð hon­um þakk­lát­ur all­an fer­il­inn," sagði sá franski ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner