Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. október 2016 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Tölfræðin ekki með Man Utd á morgun
Mourinho snýr á sinn gamla heimavöll á morgun
Mourinho snýr á sinn gamla heimavöll á morgun
Mynd: Getty Images
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er á morgun þegar Chelsea og Manchester United mætast á Stamford Bridge í Lundúnum.

Það kryddar upp á þetta að Jose Mourinho er að snúa á sinn gamla heimavöll með nýju liði og það verður mjög áhugavert að sjá hvernig það fer.

Mourinho vann ensku úrvalsdeildina þrisvar með Chelsea, en hann var látinn taka pokann sinn hjá félaginu í desember á síðasta ári.

Hann tók við Manchester United í sumar, en þegar litið er á tölfræðina fyrir morgundaginn þá er hún ekki í hag United.

United hefur alls ekki gengið vel á Stamford Bridge síðustu ár ef skoðað er tölfræði frá 2002. Liðið hefur aðeins unnið einn af 14 leikjum og hefur náð í átta stig af 42 mögulegum.

Hér að neðan má sjá mynd af því hvernig tölfræðin lítur út.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner