Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kári og félagar steinlágu mjög óvænt á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malmö FF 0 - 3 Östersunds FK
0-1 Saman Ghoddos ('37 )
0-2 Fouad Bachirou ('51 )
0-3 Saman Ghoddos ('86 )

Landsliðsmaður­inn Kári Árna­son og fé­lag­ar hans í Mal­mö, toppliði sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar , fóru illa að ráði sínu í dag þegar liðið mætti Östersunds á heimavelli.

Kári var að venju í byrjunarliði Malmö og lék allan leikinn hjá sænsku meistaraefnunum.

Svo fór í dag að Malmö tapaði mjög óvænt á heimavelli með þremur mörkum gegn engu. Saman Ghoddos setti tvö mörk fyrir Östersunds og Fouad Bachirou gerði hitt, en mótherjar Malmö í dag eru um miðja deild og því komu úrslitin því eins og áður segir mjög á óvart.

Tapið í dag þýðir að AIK og Norrköping get­a minnkað for­skot Mal­mö á toppi deild­ar­inn­ar í fjög­ur stig þegar þrjár um­ferðir eru eft­ir.
Athugasemdir
banner
banner