Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 22. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Fanndís: Þurfum að gleyma sigrinum í smástund
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Stelpurnar okkar eru mættar til Znojmo í Tékklandi þar sem þær munu mæta heimakonum í þriðja leik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag. Fótbolti.net hitti á Fanndísi Friðriksdóttur á liðshótelinu fyrr í dag. Landsliðskonurnar fengu frí frá fótbolta í dag til að hlaða batteríin og við byrjuðum á að spyrja Fanndísi hvernig þær hefðu nýtt daginn.

„Við kíktum í eitthvað outlet mall sem er hérna rétt hjá. Það var fínt að gera eitthvað annað en að vera í fótbolta. Fínt að rölta bara þarna um og skoða.“

Næsta verkefni er handan við hornið en framundan er erfiður útileikur við Tékka. Eru íslensku landsliðskonurnar komnar niður á jörðina eftir sigurinn magnaða á föstudag?

„Mér fannst við fljótar að ná okkur niður á jörðina. Auðvitað verður sigurinn á móti Þýskalandi aldrei tekinn af okkur en við þurfum samt sem áður að gleyma honum í smástund og fókusera á þennan leik sem er á þriðjudaginn,“ svaraði Fanndís.

Að lokum spurðum við Fanndísi út í áhugaverða Twitter-færslu þar sem Fanndís ljóstrar því upp að hún hafi einu sinni haldið að landsliðskonan Hallbera, góðvinkona og herbergisfélagi, héti eftirnafninu Berry.

„Við vorum einhvern tímann upp á herbergi að ræða hlutina og ég spurði: Hvað heitirðu þá eiginlega? Hallbera Guðný Gísladóttir Berry eða Hallbera Guðný Berry Gísladóttir. Ég skildi þetta ekki alveg sko,“ sagði Fanndís hlæjandi að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner