sun 22. október 2017 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Samúel Kári kom af bekknum og skoraði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson kom af bekknum í fyrri hálfleik fyrir Christian Grindheim, sem þurfti að fara af velli.

Samúel skoraði í 7-1 sigri Vålerenga gegn Viking og er félagið í efri hluta deildarinnar, átta stigum frá evrópudeildarsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Viking er á botninum, tíu stigum frá öruggu sæti.

Björn Bergmann Sigurðarson lék í 82 mínútur í 1-0 sigri Molde, sem er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum frá Rosenborg sem er að spila við Brann.

Indriði Jónsson varði þá mark Sandefjord sem tapaði fyrir Stromsgodset. Indriði og félagar eru í neðri hluta deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.

Aron Sigurðarson kom ekki við sögu í afar dýrmætum sigri Tromsö í fallbaráttunni.

Viking 1 - 7 Vålerenga
0-1 H. Stengel ('11)
0-2 S. Jukleroed ('15)
0-3 E. Jaager ('28)
0-4 S. Jukleroed ('35)
0-5 Samúel Kári Friðjónsson ('54)
1-5 A. Nordvik ('73)
1-6 S. Jukleroed ('78)
1-7 H. Stengel ('84)
Rautt spjald: A. Danielsen ('86, Viking)

Molde 1 - 0 Haugesund
1-0 B. Sarr ('29)

Stabæk 1 - 2 Tromsö
0-1 J. Gundersen ('24)
0-2 M. Bakenga ('34)
1-2 F. Boli ('48)
Rautt spjald: Hanche-Olsen ('79, Stabæk)

Sandefjord 1 - 2 Stromsgodset
0-1 Ulland-Andersen ('31)
1-1 F. Kastrati ('46)
1-2 M. Pedersen ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner