Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. október 2017 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Wembley er núna eins og heimili okkar
Mynd: Getty Images
„Þetta var stórkostlegt, frammistaðan var stórkostleg, leikmennirnir voru stórkostlegir. Við byrjuðum mjög vel," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 4-1 sigur á Liverpool.

Pochettino var hinn glaðasti þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn. Hann gat ekki leynt ánægju sinni.

„Ég er svo ánægður fyrir stuðningsmenn okkar, að vinna svona fyrir framan Diego Maradona, Kobe Bryant. Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur," sagði sá argentíski.

„Það var margt mjög gott hjá okkur, leikmennirnir sýndu sigurvilja, stuðningsmennirnir voru magnaður, okkur er farið að líða eins og heima hjá okkur hérna á Wembley."

„Við erum ánægðir vegna þess að við spiluðum vel."

Harry Kane skoraði tvö mörk áður en honum var skipt út af. Af hverju tók Pochettino sinn besta mann af velli?

„Hann er þreyttur, hann var að spila sinn þriðja leik á viku. Harry
Kane er magnaður leikmaður, einn besti sóknarmaður heims. Það er erfitt að finna orð til að lýsa honum."

Athugasemdir
banner
banner