Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 22. nóvember 2014 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Rúrik kom við sögu í sigri FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn Íslendingur var á ferðinni í danska boltanum í kvöld er FCK sigraði Silkeborg með einu marki gegn engu.

Nicolai Jorgensen skoraði sigurmark FCK í leiknum en Rúrik Gíslason kom inná á 76. mínútu leiksins.

FCK er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Randers sem er í öðru sæti deildarinnar.

Midtjylland er í efsta sætinu en liðið getur náð tíu stiga forskoti á næsta lið með sigri á Aab.
Athugasemdir
banner