Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 22. nóvember 2014 19:29
Brynjar Ingi Erluson
England: De Gea magnaður í sigri Man Utd á Arsenal
Jack Wilshere og Marouane Fellaini eigast við í leiknum
Jack Wilshere og Marouane Fellaini eigast við í leiknum
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Kieran Gibbs ('56 , sjálfsmark)
0-2 Wayne Rooney ('85 )
1-2 Olivier Giroud ('90 )

Manchester United bar sigur úr býtum á Arsenal er liðin mættust á Emirates leikvanginum í kvöld en lokamínútur leiksins voru afar dramatískar þar sem ýmislegt átti sér stað.

Heimamenn í Arsenal byrjuðu leikinn betur og má segja að liðið hafi verið betri aðilinn í fyrri hálfleik.

David De Gea, markvörður Manchester United, þurfti að hafa fyrir hlutunum á meðan Danny Welbeck átti ekki sinn besta dag gegn sínu gamla félagi.

De Gea varði frábærlega frá Welbeck svo í byrjun síðari hálfleik, rétt áður en gestirnir tóku yfirhöndina.

Kieran Gibbs varð fyrir því óláni að skora í eigið net á 56. mínútu leiksins. Antonio Valencia átti þá skot sem fór af Gibbs og í netið. Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, þurfti að fara af velli eftir markið en hann lenti í samstuði við Gibbs.

Heimamenn vildu fá aukaspyrnu dæmda á Fellaini sem virtist ýta GIbbs á Szczesny en ekkert var dæmt.

Rooney bætti við öðru marki þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en hann skoraði eftir laglega skyndisókn. Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar um það bil þrjár voru liðnar komust gestirnir í aðra skyndisókn.

Angel Di Maria slapp einn í gegn og vippaði yfir Damian Martinez en boltinn fór þó framhjá markinu.

Olivier Giroud minnkaði muninn aðeins mínútu síðar eftir frábæra sendingu frá Mikel Arteta. Giroud gerði vel með því að hamra boltann upp í þaknetið.

Lengra komust þó ekki heimamenn og lokatölur því 1-2. Manchester United fer í fjórða sætið með 19 stig á meðan Arsenal er í áttunda sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner