Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. nóvember 2014 12:15
Arnar Geir Halldórsson
Juventus á eftir Kaya
Kaya í baráttunni við Henrikh Mkhitaryan
Kaya í baráttunni við Henrikh Mkhitaryan
Mynd: Getty Images
Semih Kaya, varnarmaður Galatasaray, gæti verið á leið til ítölsku risanna í Juventus í janúar.

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, leitast eftir að styrkja varnarlínuna sína en mikil meiðsli hafa herjað á varnarmenn liðsins á tímabilinu.

Kaya sem er tyrkneskur landsliðsmaður getur leyst vinstri bakvörð en spilar vanalega sem miðvörður og á 17 landsleiki að baki fyrir Tyrki.

Talið er að tyrkneska stórveldið vilji fá 10 milljónir evra fyrir kappann sem er 23 ára og hefur reglulega verið orðaður við stærri lið Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner