Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 22. nóvember 2014 10:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd kveður Van Persie eftir tímabilið
Powerade
Van Persie hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
Van Persie hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Í staðinn fyrir Arteta?
Í staðinn fyrir Arteta?
Mynd: Getty Images
Laugardagur er risinn upp og það verður byrjað að sparka aftur í enska boltanum í dag eftir landsleikjahlé. Fögnum því. En hér er slúðrið sem BBC tók saman þennan daginn.

Manchester United undirbýr líf án Robin van Persie en félagið er líklegt til að slíta samstarfi við hollenska sóknarmanninn (31) í sumar þegar ár er eftir af samningi hans. Óánægja er með standið á honum og frammistöðu það sem af er tímabili. (Independent)

Arsenal er talið líklegast til að fá Petr Cech (32) frá Chelsea ef Wenger og félagar eru tilbúnir að borga 7 milljónir punda fyrir markvörðinn. Liverpool, AC Milan, Roma og Real Madrid hafa einnig verið nefnd. (Daily Mail)

Vonir Real Madrid til að krækja í Raheem Sterling (19) hafa minnkað mikið eftir að enski landsliðsvængmaðurinn gaf til kynna að hann er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. (Daily Mirror)

Juventus er tilbúið að hlusta á tilboð í Arturo Vidal (27) í sumar en Manchester United hefur lengi horft til miðjumannsins. (Daily Star)

Arsenal undirbýr 30 milljóna punda tilboð í Joao Moutinho (28), miðjumann Monaco, til að koma í stað Mikel Arteta. (Express)

Brendan Rodgers segir að Liverpool geti ekki kallað belgiska framherjann Divock Origi úr láni í janúar. Þessi 19 ára leikmaður gekk í raðir Rauða hersins í júlí en var samstundis lánaður aftur til Lille í eitt tímabil. (Daily Telegraph)

Skoski landsliðsbakvörðurinn Andrew Robertson (20) segist ekki hafa neinar áætlanir um að yfirgefa Hull þrátt fyrir að vekja áhuga stærri liða. (Daily Star)

Andrej Kramaric (23), sóknarmaður HNK Rijeka í Króatíu, er á leið til Chelsea í janúar. Tottenham vill einnig fá leikmanninn. (Daily Star)

Martin Ödegaard (15) er ekki á leið í enska boltann. Hann mun líklegast skrifa undir fimm ára samning við Real Madrid. (Express)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við bakvörðinn Nathaniel Clyne (23) um nýjan samning. (Daily Mail)

Louis van Gaal segir rétt hjá Manchester United að hafa fengið Radamel Falcao lánaðan frá Monaco þar til þeir eru vissir um líkamlegt ástand hans. (Times)

David Silva mun ekki geta spilað með Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudag en hann er meiddur á hné og hefur ekki jafnað sig að fullu. City á aðeins veika von um að komast áfram í keppninni. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner