Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. nóvember 2014 14:57
Arnar Geir Halldórsson
Moyes: Rétt hjá Welbeck að fara
Welbeck er mikið í umræðunni í dag
Welbeck er mikið í umræðunni í dag
Mynd: Getty Images
Mönnum hefur verið tíðrætt um Danny Welbeck undanfarna daga, enda kannski skiljanlegt þar sem kappinn mætir Man Utd í fyrsta skipti eftir félagaskiptin til Arsenal.

David Moyes þekkir vel til kappans enda stýrði hann Welbeck hjá Man Utd á síðustu leiktíð. Hann skilur það að Welbeck hafi fundist hann þurfa yfirgefa félagið.

,,Hann var frábær leikmaður fyrir mig. Hann spilaði nánast alla stóru leikina undir minni stjórn og mér finnst mikið til hans koma. Hans helsta vandamál var samkeppnin við van Persie og Rooney. Hann þurfti að toppa þá tvo til að komast í liðið og það er vandasamt verk." sagði Skotinn síkáti.

,,Félagaskiptin hafa reynst honum vel. Hann skorar líka fyrir England og er farinn að fá meiri virðingu. Hann er mjög góður leikmaður og drengur góður." sagði Moyes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner