Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. nóvember 2014 12:00
Alexander Freyr Tamimi
Owen: Balotelli maðurinn til að breyta gengi Liverpool
Getur Balotelli rifið sig í gang?
Getur Balotelli rifið sig í gang?
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, telur að Mario Balotelli sé maðurinn til að snúa gengi liðsins við í fjarveru Daniel Sturridge.

Owen, sem spilaði sjálfur yfir 200 leiki fyrir Liverpool, viðurkennir að það verði erfitt fyrir Liverpool að vera án Sturridge yfir jólin, en býst við því að Balotelli stigi upp og láti til sín taka.

,,Tímasetningin á nýjustu meiðslum Daniel Sturridge gæti ekki verið verri fyrir Liverpool. Það er fullt af stórum leikjum eftir þar til janúarglugginn opnar," skrifaði Owen á Sportlobster.com.

,,Eina augljósa lausnin fyrir Brendan Rodgers er að fá sem mest úr Balotelli. Hann hefur meira en það sem til þarf til að láta ljós sitt skína í þessum erfiðu leikjum framundan."

,,Þetta er frábært tækifæri fyrir Super Mario til að stíga upp og ég tel að hann geti það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner