lau 22. nóvember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Paul Ince: Mistök hjá Man Utd að selja Welbeck
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði mistök með því að selja Danny Welbeck til Arsenal. Þetta segir Paul Ince, fyrrum leikmaður United.

Welbeck er uppalinn hjá United en var látinn fara til að rýma fyrir Radamel Falcao sem aðallega hefur látið til sín taka á meiðslalistanum.

„Manni brá þegar Welbeck var seldur. Hann er með hraða til að komast bak við varnir og búa til pláss fyrir samherja sína," segir Ince en United heimsækir Arsenal í dag.

„Hann kom með aðra hluti í spilamennsku United. Þetta voru mjög slæm mistök að láta hann fara. Wayne Rooney og Robin van Persie eru ekki þeir hröðustu og Falcao er meiddur."

„Frammistaða Welbeck síðan hann kom til Arsenal hefur verið frábær. Hann hefur ekkert að sanna og líklega var það besta ákvörðunin fyrir hann persónulega að fara."
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner