lau 22. nóvember 2014 13:37
Arnar Geir Halldórsson
Poyet var hræddur við Cattermole
Cattermole er alltaf vel girtur
Cattermole er alltaf vel girtur
Mynd: Getty Images
Gus Poyet segist hafa verið hálfhræddur við Lee Cattermole áður en hann tók við Sunderland.

Cattermole er þekktur fyrir mikla hörku og hefur fengið ófá rauð spjöld í gegnum tíðina. Poyet tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan og virðist ná vel til Cattermole en kappinn hefur verið í lykilhlutverki hjá Sunderland á tímabilinu.

,,Mér var sagt að það væri ómögulegt að stjórna honum, hann myndi fá 100 rauð spjöld og að hann myndi valda mér vonbrigðum aftur og aftur. Mér var sagt að ég gæti ekki látið hann spila fótbolta og hann léti ekki vel af stjórn.

Ég fékk bara að heyra slæma hluti. Ég var farinn að sjá fyrir mér að þegar ég myndi hitta Lee væri hann með byssu og myndi skjóta mig í hausinn."
sagði Úrugvæinn.

,,Þetta fólk þekkir hann ekki. Þegar þú sérð hann á æfingasvæðinu sérðu að hann er alltaf að reyna að bæta sig. Áður fyrr mætti hann út á völl með ákveðið hugarfar, en það er liðin tíð. Hann hefur verið frábær." sagði Poyet að lokum.

Sunderland fer í heimsókn til Leicester í dag klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner