Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. nóvember 2014 20:03
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Bolton sungu 'Eiður er að koma heim'
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bolton gerði 1-1 jafntefli gegn Blackpool á útivelli í Championship deildinni í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur æft með Bolton að undanförnu og fínar líkur eru á að hann gangi aftur til liðs við félagið sem hann spilaði með frá 1998 til 2000.

Stuðningsmenn Bolton vilja ólmir fá Eið aftur til félagsins og þeir sungu um hann í stúkunni á leiknum í dag.

,,Kominn aftur frá Blackpool og söngurinn 'Eiður er að koma heim' er ennþá í höfðinu á mér," sagði Marc Iles hjá Bolton News á Twitter.

Eiður mun spila tvo æfingaleiki með varaliði Bolton á næstunni áður en framtíð hans verður ákveðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner