Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 18:53
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Pogba fyrirliði Man Utd
Paul Pogba er með fyrirliðabandið
Paul Pogba er með fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images
Fimmta og næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með sex leikjum sem hefjast klukkan 19:45 en tveir leikir hófust klukkan 17:00.

Manchester United er í Sviss og nægir eitt stig á móti Basel til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Jose Mourinho gerir þónokkrar breytingar á byrjunarliði sínu og til að mynda er David De Gea ekki í leikmannahópnum.

Byrjunarlið Manchester United gegn Basel:Romero, Darmian, Smalling, Rojo, Blind, Herrera, Fellaini, Lingard, Pogba (C), Martial, Lukaku.
(Varamenn: Pereira, Lindelof, Shaw, Matic, McTominay, Rashford, Ibrahimovic)

Tvö af stærstu liðum Evrópu leiða saman hesta sína í Torino þar sem Juventus fær Barcelona í heimsókn og þarf ítalska liðið á sigri að halda til að eiga möguleika á að hirða toppsæti riðilsins af Barcelona.

Lionel Messi er ekki með Barcelona í kvöld.

Barcelona fór illa með Juventus þegar liðin mættust á Nývangi og vann 3-0 sigur.

Byrjunarlið Juventus:Buffon, Rugani, Barzagli, Benatia, Alex Sandro, Khedira, Pjanic, Douglas Costa, Dybala, Cuadrado, Higuain

Byrjunarlið Barcelona:Ter Stegen; Semedo, Piqué, Umtiti, Digne; Rakitić, Busquets, Paulinho; Iniesta; Deulofeu, Suárez

Leikir kvöldsins

A-riðill:
19:45 Basel - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill:
19:45 Anderlecht - Bayern München
19:45 PSG - Celtic (Stöð 2 Sport 3)

C-riðill:
19:45 Atletico Madrid - Roma

D-riðill:
19:45 Juventus - Barcelona (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Sporting CP - Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner