Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. nóvember 2017 09:15
Elvar Geir Magnússon
Greindi frá því í hálfleik að hann væri með krabbamein
Eduardo Berizzo.
Eduardo Berizzo.
Mynd: Getty Images
Sevilla hefur staðfest fréttir þess efnis að þjálfari liðsins, Eduardo Berizzo, hafi verið greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli og sé á leið í meðferð vegna meinsins.

Spænskir fjölmiðla greina frá því að hann hafi tilkynnt leikmönnum sínum þessar fréttir í hálfleik í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool var þá 3-0 yfir en Sevilla kom til baka á magnaðan hátt og tryggði sér 3-3 jafntefli.

Eftir leikinn hópuðust leikmenn saman til að sýna þjálfara sínum stuðning.

„Við þurftum að koma út í seinni hálfleik með öðru hugarfari, fyrir stuðningsmennina sem hafa alltaf staðið með okkur og líka fyrir þjálfarann sem hefur snúið stöðu okkar við. Hann er besti stuðningsmaður sem við eigum. Hann leiddi okkur á rétta braut og við stöndum með honum alla leið," segir Ever Banega, leikmaður Sevilla.

Mikil spenna er í E-riðli Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 9 stig og Sevilla 8 fyrir lokaumferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner