banner
   mið 22. nóvember 2017 14:14
Elvar Geir Magnússon
„Gunnlaugur verður hér"
Gunnlaugur er 21 árs miðjumaður. Hér er hann í leik með Víkingum á Bose mótinu.
Gunnlaugur er 21 árs miðjumaður. Hér er hann í leik með Víkingum á Bose mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Hlynur Birgisson og Víkingur Reykjavík hafa komist að samkomulagi um að hann spili í Fossvoginum næsta sumar. Aðeins á eftir að ganga frá málum við Víking Ólafsvík.

„Við höfum samið við Gunnlaug Birgisson en það á eftir að ganga frá málum endanlega við Víking Ólafsvík. Þannig að hann verður hér," segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga.

Sölvi Geir Ottesen skrifaði undir samning til þriggja ára við Víkinga á fréttamannafundi í dag.

Víkingar eru með nokkra leikmenn til skoðunar um þessar mundir. Þar á meðal er vinstri bakvörðurinn Sindri Scheving sem lék með Haukum í Inkasso-deildinni á liðnu tímabili en hann var á láni í Hafnarfirði frá Val.

„Ívar (Örn Jónsson) fór í Val og okkur vantar vinstri bakvörð. Svo er Halldór Þórðarson úr Aftureldingu hjá okkur og Patrik Atlason. Við höfðum það sem forgangsmál að ganga frá Sölva áður en við tökum fleiri ákvarðanir," segir Logi.

Tveir leikmenn úr færeysku deildinni æfðu með Víkingum og spiluðu í 8-1 tapi gegn Breiðabliki í Bose mótinu.

„Það er erfitt að dæma karlagreyin út frá þessum leik. Þeir stóðu sig vel á æfingum en við höfum ekki tekið neina ákvörðun hvað verður," segir Logi.
Logi Ólafs: Menn geta hallað sér að Sölva og fengið stuðning
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner