mið 22. nóvember 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heynckes ætlar ekki að pressa neitt á Neuer
Neuer fær alveg að jafna sig áður en hann snýr aftur.
Neuer fær alveg að jafna sig áður en hann snýr aftur.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Manuel Neuer fær alveg að jafna sig 100% áður en hann snýr aftur á fótboltavöllinn. Þetta segir Jupp Heynckes, stjóri Bayern München, aðspurður út í stöðuna á markverðinum.

„Ég held að hann sé á áætlun," sagði Heynckes. „Ég hef alltaf varið leikmennina mína. Hjá mér snýr enginn leikmaður aftur fyrr en hann er fullkomlega tilbúinn. Hjá mér er engin pressa."

Neuer verður líklega frá keppni fram í janúar, jafnvel lengur. Hann fótbrotnaði á æfingu í september og hefur ekkert spilað síðan þá.

Hinn 31 árs gamli Neuer fór í aðgerð sem gekk vel í september.

Sven Ulreich er að leysa Neuer af í rammanum hjá Bayern og hefur staðið sig vel. Hann var gagnrýndur til að byrja með, en með tímanum hefur mikið minna heyrst í gagnrýnisröddunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner