mið 22. nóvember 2017 11:47
Elvar Geir Magnússon
Högni Madsen í Þrótt Vogum (Staðfest)
Högni lék sextán leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar.
Högni lék sextán leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og Högni Madsen hafa náð samkomulagi um að Högni leiki með Þrótti Vogum á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Högni Madsen, sem er 32 ára, er frá Færeyjum og lék í sumar með Fram í Inkasso-deildinni, þar á undan með B36 frá Þórshöfn. Hann á þrjá A-landsleiki fyrir Færeyjar og hafði allan sinn feril leikið í heimalandinu áður en hann fór í Fram.

Högni getur bæði spilað miðvörð og miðju en hann kemur til landsins í janúar.

„Það er knattspyrnudeild Þróttar mikil ánægja að fá þennan geðþekka Færeying til félagsins fyrir komandi átök," segir í tilkynningu Þróttara.

Þróttur Vogum komst upp úr 3. deildinni undir stjórn Brynjars Gestssonar á liðnu tímabili. Brynjar lét af störfum til að taka við ÍR og var Úlfur Blandon ráðinn í hans stað. Úlfur stýrir því liðinu í 2. deildinni.

Á síðustu vikum hefur liðið fengið til sín Brynjar Kristmundsson og Ragnar Þór Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner