banner
   mið 22. nóvember 2017 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfólk Íslands á vinnufundi í Errea á Ítalíu
Íslenska sendinefndin ásamt fulltrúum Errea á Ítalíu, þeim Fabrizio Taddei og Roberto Gandolfi framkvæmdastjóra í gær.
Íslenska sendinefndin ásamt fulltrúum Errea á Ítalíu, þeim Fabrizio Taddei og Roberto Gandolfi framkvæmdastjóra í gær.
Mynd: Errea
Vinna er hafin við nýjan landsliðsbúning Íslands en liður í því var heimsókn landsliðsfólks í höfuðsstöðvar Errea í Parma á Ítalíu í vikunni.

Landsliðsfólkið Emil Hallfreðsson, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir mættu til Parma á mánudaginn auk Helga Kolviðssonar aðstoðarþjálfara karlaliðsins.

Með í för voru Gunnar Gylfason og Ragnheiður Elíasdóttir starfsmenn KSÍ auk fulltrúa Errea á Íslandi sem voru þeir Hafsteinn Ómar Gestsson sölustjóri og Þorvaldur Ólafsson eigandi Errea á Íslandi og Ásu Maríu Reginsdóttur eiginkonu Emils.

Á vinnufundinum í Errea var verið að fara yfir fatnað landsliðanna og þá ekki bara keppnisbúninga heldur allan fatnað sem liðið klæðist þegar það kemur saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner