mið 22. nóvember 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - United getur tryggt sig áfram
United getur tryggt sig áfram og bókað sigur í A-riðli.
United getur tryggt sig áfram og bókað sigur í A-riðli.
Mynd: Getty Images
Líklegt er að Atletico falli úr leik.
Líklegt er að Atletico falli úr leik.
Mynd: Getty Images
Í kvöld, miðvikudagskvöld, fer fram næst síðasta umferðin í riðlum A til D í Meistaradeild Evrópu.

Manchester United heimsækir Basel í Sviss, en United getur með sigri í kvödl tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin. Sigur í riðlinum gæti unnist í kvöld fyrir Jose Mourinho og hans menn.

Basel og CSKA Moskva eru í harðri baráttu um að fara með United upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin.

PSG og Bayern München eru í góðum málum í B-riðli. PSG er með fullt hús og Bayern hefur níu stig, næsta lið í riðlinum, Celtic, er með þrjú stig og á leið í Evrópudeildina.

Roma og Chelsea eru, líkt og PSG og Bayern, í góðum málum í sínum riðli, C-riðlinum. Roma er efst (8 stig), Chelsea er í öðru (7 stig) og síðan kemur Atletico með (3 stig). Atletico þarf að vinna Roma og Chelsea mætir Qarabag frá Aserbaídsjan í dag.

Á dagskrá í D-riðli er síðan stórleikur Barcelona og Juventus. Þar er Barcelona efst með 10 stig á meðan Juve hefur sjö stig. Sporting CP er með fjögur stig og Olympiakos hefur eitt.

A-riðill:
17:00 CSKA Moskva - Benfica
19:45 Basel - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill:
19:45 Anderlecht - Bayern München
19:45 PSG - Celtic (Stöð 2 Sport 3)

C-riðill:
17:00 Qarabag - Chelsea (Stöð 2 Sport)
19:45 Atletico Madrid - Roma

D-riðill:
19:45 Juventus - Barcelona (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Sporting CP - Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner