Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. nóvember 2017 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mourinho á að vera reiður"
Phil Jones.
Phil Jones.
Mynd: Getty Images
,,Hann (Mourinho) leit út fyrir að vera mjög pirraður og hann ætti að vera það.
,,Hann (Mourinho) leit út fyrir að vera mjög pirraður og hann ætti að vera það.
Mynd: Getty Images
Ian Wright, spekingur hjá Sky Sports, segir að Jose Mourinho hafi fullan rétt á því að vera reiður með enska knattspyrnusambandið.

Það fauk í Mourinho þegar hann komst að því að varnarmaðurinn Phil Jones hefði verið sprautaður sex sinnum svo hann gæti spilað vináttulandsleik Englands gegn Þýskalandi.

Jones var meiddur fyrir leikinn, en hann var valinn í að spila þrátt fyrir meiðslin. Svo hann gæti spilað var hann sprautaður.

Jones gat ekki spilað gegn Newcastle um liðna helgi og Mourinho var skiljanlega ekki sáttur.

„Ég hef verið stjóri síðan 2000 og á sautján árum hef ég aldrei áður vitað til þess að leikmaður hafi verið sprautaður til að spila æfingaleik. Ég hef verið leikmenn sem hafa verið sprautaðir til að spila mikilvæga leiki, en vináttulandsleiki?" sagði Mourinho.

Wright, sem er fyrrum sóknarmaður Arsenal, tjáði sig um málið í gær. Hann vill meina að Mourinho hafi fullan rétt á því að vera reiður.

„Læknarnir þurfa að taka meiri ábyrgð og ræða við Manchester United áður en þetta er gert, þetta er eitthvað sem þarf að ræða," sagði Wright um málið í gær.

„Ég var sprautaður fyrir bikarúrslitaleikina 1994. Ég fékk þrjá, og svo aðrar þrjár viku síðar þegar leikurinn var endurtekinn, ég fékk þær ekki allar í einu. Það var nógu slæmt. Þess vegna geng ég um með slæman ökkla. Ég vildi spila í bikarúrslitum en Phil Jones verður að tjá sig. Þetta var æfingaleikur."

„Hann (Mourinho) leit út fyrir að vera mjög pirraður og hann ætti að vera það," sagði Wright.

Paul Merson tjáði sig einnig um málið hjá Sky Sports, en hann hefði viljað sjá Jones taka meiri ábyrgð.

„Hann er það stór og það gamall, hann er að spila fyrir eitt stærsta félag heims og hefur verið lengi í bransanum, hann hefði átt að segja 'ég get ekki fengið sex sprautur, þetta er vináttulandsleikur '," sagði Merson aðspurður út í málið.

„Það er ekki hægt að kenna læknunum um. Ég fengið sprautur áður og leikmaðurinn þarf að samþykkja áður en hann fær þær."

Jones verður ekki í eldlínunni þegar Manchester United leikur gegn Basel í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner