Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. nóvember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu peningarnir í Kína heilla Richarlison?
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Richarlison hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sína í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hann var keyptur til Watford í ágúst, frá Fluminense í Brasilíu fyrir rúmar 11 milljónir punda.

Hingað til hefur hann svo sannarlega staðið undir verðmiðanum.

Samkvæmt Mirror hafa nágrannarnir Tottenham og Arsenal verið að fylgjast náið með Richarlison og nú eru kínversk lið farin að blanda sér inn í baráttuna. Eltir hann peninganna til Kína?

Richarlison hefur skorað fimm mörk í fyrstu 12 leikjum sínum með Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við Watford í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner