Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Pardew ræðir við West Brom - Van Gaal ekki til Everton
Powerade
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Goretzka enn og aftur orðaður við Arsenal.
Goretzka enn og aftur orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er eintóm gleði sem kemur upp úr slúðurpakkanum. Við látum líka fylgja hressandi myndband af Mbappe sem opnaði pakka í gær!

West Brom íhugar að ráða Alan Pardew, fyrrum stjóra West Ham, Newcastle og Crystal Palace, til að taka við sem knattspyrnustjóri eftir að Tony Pulis var rekinn. (Express & Star)

Yfirmaður fótboltamála hjá West Brom, Nicky Hammond, hefur rætt lauslega við Pardew og kannað áhuga hans á starfinu. (Sun)

Oscar Garcia, fyrrum stjóri Brighton, hefur áhuga á West Brom starfinu. (TalkSport)

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, útilokar það að verða næsti stjóri Everton. (Liverpool Echo)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hafnaði 300 milljóna punda tilboði fjárfesta í félagið. Kaupsýslukonan Amanda Staveley fór fyrir hópnum en Ashley vill betra tilboð. (Daily Star)

Knattspyrnusamband Norður-Írlands hefur boðið Michael O'Neill nýjan sex ára samning og umtalsverða launahækkun ef hann heldur áfram með liðið. Skotland hefur áhuga á að fá hann. (Daily Mail)

Antoine Griezmann (26), sóknarmaður Atletico Madrid, segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað Manchester United í sumar þrátt fyrir að hann hafi verið að ströggla á þessu tímabili. (Telefoot)

Alexis Sanchez (28) og Mesut Özil (29) verða hjá Arsenal út tímabilið. Þetta segir liðsfélagi þeirra, Nacho Monreal. (Daily Mirror)

Samningamaður Barcelona hefur komist að samkomulagi um að fá Özil til Barcelona í janúar en hann þarf að fá samþykki stjórnar félagsins. (Sun)

Thibaut Courtois (25), markvörður Chelsea, segir að það hafi ekki orðið nein framþróun í samningaviðræðum hans. Sögusagnir spretta upp um að hann gæti yfirgefið Stamford Bridge. (Daily Mail)

Gareth Bale (28) er einn af átta leikmönnum sem Real Madrid hyggst selja næsta sumar. (Diaro Gol)

Leon Goretzka (22), leikmaður Schalke, er efstur á óskalista Arsenal fyrir næsta sumar. (Daily Mirror)

Búist er við því að Sevilla skáki Liverpool í baráttunni um Javier Pastore (28), miðjumann París St-Germain. (Sport)

Hoffenheim vonast til að tryggja sér miðjumanninn Taras Stepanenko (28) frá Shaktar Donetsk í janúar. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við West Ham. (ESPN)

Leicester vill fá Jack Harrison (21), leikmann enska U21 landsliðsins. Harrison er sóknarmaður sem er hjá New York City og er metinn á sex milljónir punda. (Calciomercato)

Kylian Mbappe, sóknarmaður París St-Germain, fékk Michelangelo grímu að gjöf frá liðsfélögum sínum. Í klefanum er það grín í gangi að Mbappe líkist Teenage Mutant Ninja Turtle skjaldböku. (Sjá myndband)

Athugasemdir
banner
banner