Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skórnir upp á hillu hjá Yakubu
Mynd: Getty Images
Nígeríumaðurinn Yakubu hefur sett takkaskóna upp á hillu, en hann er orðinn 35 ára gamall.

Yakubu spilaði á Englandi frá 2003 til 2012 við góðan orðstír. Yakubu var sóknarmaður og skoraði 114 mörk 293 deildarleikjum, flesta spilaði hann þá í efstu deild, úrvalsdeild.

Hann var með tæplega mark að meðaltali í leik fyrir Portsmouth, Middlesbrough, Everton, Leicester og Blackburn áður en hann gekk í raðir kínverska liðsins Guangzhou Evergrande.

Hann sneri svo aftur til Englands en stoppaði stutt hjá bæði Reading árið 2015, og síðan Coventry.

Heilt yfir skoraði hann 96 mörk í ensku úrvalsdeildinni, en það eru aðeins fimm færri en Didier Drogba skoraði á tíma sínum hjá Chelsea. Drogba er markahæsti leikmaðurinn frá Afríku í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en næstu kemur Yakubu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner