Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tony Yeboah: Ég er á lífi
Tony Yeboah.
Tony Yeboah.
Mynd: Getty Images
„Ég er á lífi," segir Tony Yeboah, fyrrum sóknarmaður Leeds og fleiri liða, um þær sögusagnir um að hann hafi látið lífið í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum.

Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum bjuggu til fréttir og sögðu frá því að Yeboah væri látinn.

Hann hefur nú komið fram, lifandi. Hann segir að fólk verði að hætta að búa til svona sögur.

„Fólkið sem er á bak við þetta verður að hætta þessu. Þeir hafa gert þetta við fleiri en mig," sagði Yeboah við Kasapa FM.

„Ég er ekki veikur og ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna, þetta kom því mér á óvart þegar ég heyrði þetta. Frænka mín sá þetta og sagði mér frá þessu. Ég vil fullvissa alla þá sem hafa haft áhyggjur að fréttirnar eru ekki sannar."

Yeboa, sem er 51 árs gamall, var magnaður skotmaður. Förum aftur til ársins 1995 og rifjum upp magnað mark sem hann skoraði fyrir Leeds í leik gegn Liverpool. Hér að neðan er markið.


Athugasemdir
banner