mið 22. nóvember 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal um Everton: Hef ekki verið spurður
Mætir Van Gaal aftur með möppuna sína?
Mætir Van Gaal aftur með möppuna sína?
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn kostulegi Louis van Gaal hefur ekki enn fengið boð frá Everton um að taka við stjórnartaumunum hjá liðinu. Hann hafði ekki heyrt neitt frá félaginu þegar rætt var við hann í gær.

Hann sagði frá stöðu mála þegar Daily Mail hafði samband.

„Ég hef ekki enn verið spurður," sagði Van Gaal aðspurður út í stjórastarfið hjá Everton.

Van Gaal varð óvænt einna líklegastur í starfið í byrjun þessarar vinnuviku. Samkvæmt veðbönkum núna er hann aðeins á eftir Marco Silva og David Unsworth á lista yfir líklegustu menn til að taka við Everton. Hann hefur tekið fram úr Sean Dyche og Sam Allardyce hjá veðbönkum, þegar kemur að starfinu.

Van Gaal hefur ekki starfað í þjálfun í 18 mánuði, en hann stýrði síðast Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner