Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
2 dagar til jóla - Heimsliðið: Frammi...
Sergio Aguero
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Viðar Örn Kjartansson markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar velur Sergio Aguero í fremstu víglínu í liðinu.

,,Einn besti leikmaður í heimi þessa dagana og fær verðskuldað sæti í þessu liði. hæfileikaríkur og stabíll framherji sem skilar alltaf mörkum. Hann hefur flest sem framherji þarf og er að spila virkilega vel um þessar mundir," sagði Viðar.

,,Hann er mjög snöggur framherji og sterkur þannig að ég hugsa að það sé martröð fyrir varnarmenn að spila á móti honum."



Framherij - Sergio Aguero
26 ára - Markamaskína Manchester City.

Fimm staðreyndir um Aguero:
- Amma og afi Aguero gáfu honum gælunafnið Kun í höfuðið á teiknimyndapersónunni Kum-Kum.

- Aguero var giftur Giannina dóttur Diego Maradona og saman eiga þau soninn Benjamín sem er fimm ára gamall. Giannina og Aguero slitu samvistum í fyrra.

- Aguero er yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar í Argentínu en hann var 15 ára og 35 daga þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með Independiente.

- Í dag er Independiente maður en hann reyndi að kaupa fimm leikmenn til félagsins í fyrra.

- Aguero er með hjátrú fyrir leiki en hann nuddar alltaf saman höndunuj áður en hann labbar út á völl.

Nokkur af bestu mörkum Aguero


Sjá einnig:
Vinstri kantmaður: Cristiano Ronaldo
Miðjumaður: Lionel Messi
Miðjumaður: Toni Kroos
Miðjumaður: Daniele De Rossi
Vinstri bakvörður: David Alaba
Miðvörður: Vincent Kompany
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner